Verðskrá okkar er opin og gegnsæ

Móttaka Visa og MasterCard í posa

Móttaka Visa og MasterCard í vefverslun

Við þetta bætast heimildargjöld frá Visa og MasterCard 3.6 kr pr færsla og svo 3 kr aukalega fyrir vefverslun (eftir 300 færslur pr mán)

Opin og gegnsæ verðskrá

Við hjá Fjárflæði höfum ákveðið að bjóða íslenskum kaupmönnum og seljendum upp á fasta álagningu ofan á þau gjöld sem Visa og MasterCard setja. Allir okkar viðskiptavinir geta séð hver okkar álagning er á hverja einustu færslu.
Enginn feluleikur engin falin gjöld

Interchange ++ (IC ++) verðlagning er oft talin betri fyrir kaupmenn/seljendur en blönduð verðlagning vegna þess að hún býður upp á meiri gagnsæi og getur leitt til lægra kostnaðar fyrir fyrirtæki sem taka á móti Visa og MasterCard greiðslukortum.

Með IC ++ verðlagningu borgar kaupmaður aðeins raunverulegt millibanka (þóknun) sem er sett af korta skemunum (Visa eða Mastercard) auk álagningar sem sem er innheimt af færsluhirðum. Þetta þýðir að kaupmaður veit nákvæmlega hvað hann borgar fyrir hverja aðgerð og getur borið saman við birt millibankagjalda til að tryggja að hann sé ekki að greiða of mikið.

Í andstöðu við það, er blönduð verðlagning, Þar er blandað saman fjölmörgum gjöldum færsluhirða í eitt verð, sem gerir það mun erfiðara fyrir kaupmenn að sjá raunverulegan kostnað fyrir hverja færslu.

Blönduð verðlagning getur gert það erfiðara fyrir fyrirtæki að samþykkja lægra verð eða ákvarða hvort þau séu að greiða sanngjarnt verð. til færsluhirðis fyrir hans þjónustu.

Hvað er IC++ verðlagning ?

IC++ stendur fyrir gagnsæja verðlagningu færsluhirða þannig að seljendur/kaupmenn geti borið saman álagningu sem færsluhirðir tekur fyrir sína þjónustu.

“IC”-ið stendur fyrir Interchange eða það sem hefur verið kallað millibankagjald á íslensku og það gjald rennur óskert til þess banka sem gefur út kortið. Þetta gjald var sett fast af samningum Evrópusambandsins og korta skemanna; Visa og MasterCard. Allir færsluhirðar þurfa að greiða sama gjaldið hér á landi -það ríkir engin samkeppni og þessi gjöld eru birt opinberlega á vefsíðum Visa og MasterCard. T.d. fyrir innlend einstaklings debet kort eru þau 0,20% og fyrir innlend einstaklings kreditkort eru þau 0,30%.

Fyrri “+” inn er fyrir Scheme Fees eða milligöngugjald til Visa eða MasterCard sem er í raun það gjald sem tekið er fyrir notkun á alheimskerfum þessara kortafyrirtækja. Þetta eru einnig föst gjöld og allir færsluhirðar greiða sömu gjöld. T.d. er gjald fyrir innlent einstaklings debet kort um 0,05%.

​Seinni “+” -inn er síðan þar sem raunverulega samkeppni milli færsluhirða fer fram. Hérna er um þá álagningu sem færsluhirðir leggur á hverja færslu sem gjald fyrir sína þjónustu. Þetta gjald er það eina sem íslenskir kaupmenn/seljendur geta samið um við sinn færsluhirði.

Kaupmenn og aðrir seljendur ættu því að beina spjótum sínum að þessari þóknun og semja um hana. Þeir kaupmenn sem þegar hafa færsluhirði ættu að óska eftir upplýsingum um hvert þeirra innlenda fasta álag sé, ef það er yfir .0.2% þá er án efa tilefni til þess að fá tilboð frá Fjárflæði.
Upplýsingar um milligjöld Visa
Upplýsingar um milligjöld MasterCard
Hér fyrir neðan má t.d. sjá dæmi um kort frá Visa.